Sælir.
Ég hef lengi haft það í vinnslu að búa til hjólamynd en hef bara ekki haft efnið í hana og ef einhver hér á góðar klippur af sér/öðrum og langar að sjá sjálfan sig/annan í hjólamynd þá endilega sendið mér klippuna. Hægt er að senda mér í gegnum t.d. msn en þá væri best að sá sem sendir klippi hana til og stytti hana niður í þann part klippunnar sem hann vil hafa í myndbandinu (ekki hafa 3 mínútna myndband þar sem stökkið kemur í endann, tekur langan tíma að transfer-a)..semsagt því styttri sem klippan er því betra er að senda hana og tekur minni tíma. Hinsvegar er hægt að setja klippuna á Youtube.com og ég tek hana þaðan, þ.e. ef viðkomandi á Youtube account.
Ég tek við öllum klippum og munu allar klippur, sem mér eru sendar, verða birtar í myndinni (ég áskil mér allan rétt til að klippa þær til og breyta)

Ef þið viljið senda mér klippuna öðruvísi en það sem áður hefur komið fram þá látið mig vita og við vinnum úr því.

Það sem ég óska eftir er:
-MTB, street
-MTB, downhill
-MTB, dj
-BMX, street
-BMX, dj

Myndin verður unnin aðallega í Vegas Pro 9.0 en einnig í öðrum forritum, hvað varðar after effects o.fl.

Fyrir ykkur sem hafið klippur, spurningar varðandi myndina eða ábendingar til mín:
–message hér á huga.is,
–mr_kristofer@hotmail.com (msn & e-mail)

Takk fyrir.

Bætt við 21. september 2010 - 18:02
Þeir sem ætla að senda klippur skuli tala við mig og senda í gegnum filesovermiles.com / fileai.com