er með tvö Mongoose hjól sem ég hef fundið í Kópavogi nýlega. Annað er Mongoose Tyax elite, xl grátt, vel með farið og lítið notað. Hitt er Mongoose entero fulldempað grátt með grænum stöfum. Það er búið að taka af því afturdekkið. á því er lás og standari. Hjólin verða afhent eigendum gegn kvittun eða eftir staðfestingu frá GÁp um eignarhald. GÁp skráir hjólin á kennitölu og geta því ekki leitað eftir stellnúmerum. Er mikið búin að reyna að koma Tyaxinu út. Ef maður setur þetta til lögreglunnar þá endar þetta bara á skíta uppboði eins og var í morgun og eigandinn fær það aldrei aftur.