Getur verið að hjólum sé stolið “eftir pöntun”? Hef tekið eftir að töluvert er óskað eftir nýlegum hjólum og góð staðgreiðsla í boði. 2 nýjum hjólum var stolið frá mér fyrir 2 vikum síðan, þetta eru hvít Mongoose dirt jump hjól sem synir mínir 13 og 14 ára keyptu sér síðasta haust eftir að hafa safnað pening í marga mánuði og voru nýbúnir að taka þau úr vetrargeymslu. Þeim var stolið læstum (bara tekin í burtu með lásnum á). Lítur út fyrir að óprúttnir náungar keyri um bæinn á stórum bíl. Þeir sögðu mér hjá tryggingarfélaginu að mikið sé um reiðhjólastuld þessa dagana þannig að passið hjólin ykkar og læsið þeim við eitthvað. Óþolandi ruslalýður!!!!