Nú dag fórum ég og félagi minn, Jakob, niður í GÁP eftir að hafa verið boðaðir á fund með Ágústi, markaðsstjóra. Þannig er mál með vexti að GÁP ætlar að styrkja nemendur í 10. bekk Ingunnarskóla í hjólaferð sem við erum að fara í á fimmtudaginn. Ætlum við að hjóla til Borgarness og til baka frá skólanum.
En nóg um það, við fórum niður í GÁP og töluðum við Ágúst og hann var ekki lengi að bjóða okkur vatnsbrúsa og vatnsbrúsahaldara á hjólin og sílíkonhnakka undir allt liðið. Og ekki nóg með það heldur bauð hann okkur nýan dekkjaumgang á öll hjólin sem skráð eru í ferðina.
Okkur langar að hrósa GÁP fyrir frábærar viðtökur og frábæra þjónustu bæði í dag og í gegnum árin.