Í dag var haldið í annað sinn Reykjavík DownTown í samvinnu við Reykjavíkurborg í tilefni Hjóladags fjölskyldunnar og samgönguviku.

Þetta tókst prýðilega og voru smíðuð tvö nokkuð stór dropp, sem verða vonandi stækkuð enn frekar á næsta ári. Þetta vakti nokkra athygli þótt að veðrið hefði getað verið örlítið hentugra.

Ég ákvað að hafa þettta með öðru sniði enn Brun keppnir undanfarna ára.
Í þetta skiptið var horft til gamals sniðs sem ekki hefur verið notast við síðan 2004.
Það felur í sér að hjólaðar eru tvær ferðir og tímin lagður saman og besti samanlagði tíminn úr báðum ferðum vinnur keppnina.
Þá verða keppendur að gefa allt í baðar ferðir.

Þarna mættu 9 snillingar (keppendur) sem gáfu allt í keppnina.


Úrslit

sæti Hjólari. Fyrri ferð. Seinni ferð Samanlagður tími.
1 Helgi Berg 37,69sek 37,79sek 1.15,48sek
2 Bjarki Bjarna 38,99sek 39,02sek 1.18,01sek
3 Anton Bmxari 39,29sek 38,78sek 1.18,07sek
4 Davíð Óskars 40,37sek 38,74sek 1.19,06sek
5 Arnar 40,16sek 41,60sek 1.21,76sek
6 Bjarki Junior 54,72sek 41,69sek 1.36,41sek
7 Jökull 51,07sek 45,55sek 1.36,62sek
8 Ingvar Kind 38,76sek ——– Ein ferð
9 Baldvin ——– 46,37sek Ein ferð


Takk kærlega fyrir skemtilegan dag

Kv.
Helgi Berg.