Sælar!

Ég ætla að byrja á að athuga markaðinn áður en ég tek endanlega ákvörðun um hvort að hjólið fari eða ekki.

En ég er með Iron Horse Sunday World Cup til sölu. Þetta er GEÐVEIKT DH race hjól!! Eins og hjólið stendur núna er það vopnað með 2008 Rock Shox BoXXer Team framdempara, 2007 Fox DHX 5.0 AIR afturdempara, Shimano Saint Shadow Afturskipti og trigger, Shimano Saint sveifum og bremsum. Hjólið er teinað upp á DT Swiss Hugi nöfum með Mavic 823 gjarðahringi. Hjólið vigtar 17.5kg eins og það stendur!!

Hjólið var sprautað í Desember og þá púslaði ég því saman með þessu setupi.

Ég set 330.000kr á hjólið eins og það er núna. En ég get alveg lækkað verðið soldið með því að skipta út búnaðinum á því bara eftir samkomulagi við kaupanda.

Ég er einnig alveg til í að selja það sem bara stellið, afturdempari, headsett og hnakkpípa, Þá lendir það á um 150.000

http://www.pinkbike.com/photo/2810143/
http://www.pinkbike.com/photo/2810147/
http://www.pinkbike.com/photo/2810145/
http://www.pinkbike.com/photo/2810146/

Hjólið er smá breytt frá því að ég tók þessar myndir, Það er meas. komið með Fox DHX 5.0 air afturdempara og flata efri krónu á BoXXer-inn.

Eins og ég tók fram þá eru þetta verðhugmyndir og ég er opinn fyrir einhverjum tilboðum. Ég tek ENGIN HJÓL UPP Í í skyptum! Og ég mun EKKI SELJA NEINA STAKA PARTA af hjólinu.

Ef þið viljið frekari upplýsingar þá get ég gefið þær í síma 664-1049 eða e-mailið bjarkiv10@gmail.com

Kv. Bjarki.