Jæja núna hef ég verið að rannsaka málið og hef komist að því að það eru tvö stk. ofurvesen í gangi með síðuna

Fólk nær ekki að skrá sig inn

Fólk er skráð út án nokkurs fyrirvara

Þetta tengist Internet Explorer, hann getur víst ekki skráð fólk inn, en allir hinir vafrarnir geta það, en ég fer beint í að laga það mál.

Svo er það hitt, ég held að ég sé búinn að fatta það vesen en er ekki viss, því að með þetta innskráningardæmi þá þarf fleiri en 1 til að testa þetta og sjá hvort þetta virkar.


Þannig að, ef þeir sem lenda í þessu veseni vildu vera svo vænir að skrifa undir hérna að neðan, og láta svo vita ef þeir hætta skyndilega að lenda í þessu, því þá veit ég að þetta er lagað