Jæja, núna er kominn sirka sólarhringur síðan ég opnaði nýju hjólasíðuna og verð ég bara að segja að ég er helvíti sáttur við þetta!!

Síðan fékk 1092 flettingar á þessum fyrsta degi og verður það að teljast helvíti gott bara :)

Í tilefni af þessu ætla ég að opna fyrir 20 nýja notendur á morgun, milli klukkan 13:30 og 14:30. Mér datt í hug að láta vita af þessu fyrirfram svo að þeir sem virkilega hafa áhuga á því að fá notanda geti verið tilbúnir :) því ég lenti í nokkrum í dag sem misstu af þessu í gær og í dag og fengu ekki aðgang að síðunni.