Ég ætla að hafa myndbandahorn á nýju síðunni, og það er nú þegar komið í vinnslu, en þá kemur upp smá spurning.

Vilja menn vera að senda inn og hýsa myndbönd á þessarri síðu eða nota sérhæfða vefi eins og YouTube og Vimeo til þess eins að geyma myndböndin.

Báðir valkostir hafa sína kosti og galla.

Það er mun meira “pro” að vera með hýsingu á sinni eigin síðu, og eigin spilara fyrir myndböndin og allt voða svalt, en það þýðir líka að það yrði rosalegt álag á síðuna, og væri mjög erfitt fyrir vefþjóninn minn, sem ég er btw að bjóða fólki upp á að nota frítt.

Hinsvegar eru síður eins og YouTube og Vimeo sérhæfðar í myndböndum, og eru líka risa fyrirtæki sem eru ekki að fara að klikka undan bandvíddar þyngslum. Jújú, þetta þýðir að menn þurfa að byrja á að senda myndböndin sín inn á YouTube eða Vimeo, en hver er ekki nú þegar að nota þessar síður? Svo þegar menn ætla að senda inn myndbandið á nýju hjólasíðuna (kalla hana NewBikeSite í augnablikinu) þá þarf einfaldlega að senda inn linkinn á myndbandið, nafn og eitthvað fleira, og þá er myndbandið komið inn.

Það má augljóslega sjá hvaða álit ég hef á þessu, bara með því að lesa á milli línanna, en auðvitað er þetta síða fyrir ykkur, ekki mig, þannig að ég spyr bara, hvert er ÞITT álit á þessu?