Jæja loksinns er kominn staðsetning á 4. CTI bikar mótið í Downhill. Mótið verður Townhill mót og það verður haldið í sömu braut og keppt var í Townhill í fyrra. Í digranesinu í Kópavogi.

Mótið fer fram laugardaginn 13 september næstkomandi og er start klukkan 14:00 skráningu keppenda lýkur klukkan 13:00. Keppnisgjaldið verður 1000kr.

Það er sami skylduhlífðarbúnaður og í öðrum Downhill mótum: Fullface hjálmur, hné, legg olnbogahlífar, brynja og hanskar!!!

Æfingar og brautarskoðun verða haldnar í kvöld, þriðjudaginn 9, fimtudaginn 11 og hefjast þær allar klukkan 19:00 hjá Digranesskóla. Og einnig á laugardagsmorgninum 13 sept og hefjast æfingar klukkan 10:00. Brautin verður ekki lokuð á meðan æfingum stendur. Þannig að keppendur þurfa að taka tillit til bíla og gangandi umferðar á meðan æfingum stendur!!!

Keppendur eru beðnir um að nota sömunúmer og þeir fengu á Íslandsmeistaramótinu í Downhill í Vífilstaðahlíðinni.

Bjarki.