Vinnudagur í vífilstaðarhlíðinni laugardaginn 12/júlí
er ætlunin að taka skurk í brautinni og moka upp nokkra góða berms hér og þar og betrumbæta brautina. við verðum þarna allan dag og eithvað frameftir . þannig að allir sem hafa áhuga endilega mæta með skófluna sína. það eru einhver verkfæri á staðnum líka!


og svo eru hér fyrir neðan reglur um svæðið ..endilega lesið yfir þetta.

REGLUR UM UMGENGNI OG VINNSLU Á SVÆÐINU.

1>>> Leyfi þarf að fá hjá Magne eða Jökli fyrir öllum framkvæmdum í brautinni.

2>>> Ekkert óþarfa ofbeldi við tréin eða gróður.

3>>> Taka með sér allt rusl, ekki setja það undir steina.

4>>> Gera sér grein fyrir mikilvægi þess að þetta líti vel út. þ.e ekkert fúsk og hálfklárað brask.

Við fengum leyfi til að gera þetta með þessum skilyrðum.

Allar hugmyndir um framkvæmdir eru að sjálfsögðu mjög vel þegnar.
en við svona STÓRA FRAMKVÆMD þurfa að vera reglur svo tugir manna fari ekki að framkvæma sínar eigin hugmyndir út um allt.