Hvert er þetta áhugamál að stefna? Þrír korkar um hópræd á sama deginum! Skítkast á skítkast ofan og ekkert leitað að upplýsingum áður en menn spurja!

Ég er búinn að reyna að vera duglegur og góður stjórnandi hérna inni, en eins og margir aðrir gamalreyndir menn hérna inni þá er mér farið að leiðast að koma hérna inn bara til að lesa 5 korka um hópræd og copy/paste af einhverri heimasíðu vegna þess að einhver var að kaupa sér nýtt hjól fyrir 30 mín. Annað sem fer líka mjög mikið í taugarnar á mér er þegar fólk spyr sömu spurningarinnar oft, í guðana bænum lesið korkinn áður en þið spurjið og athugið hvort það sé búið að spurja áður að því sama og þið ætlið að spurja!

Síðan finnst mér að einelti sé að færast í aukana hérna inni, og held ég að allir viti um hvað ég er að tala… þetta er opinn vefur þannig að allir hafa leyfi til að senda inn það sem þeir vilja og þið verðið bara að drattast til að sleppa að ýta á “Gefa álit” takkan og fara bara að lesa annan kork! Það er anskotans enginn að neyða ykkur til að lesa/horfa/hlusta á skapaðan hlut, það eruð þið sjálfir sem eruð að pína þetta upp á ykkur sjálfa!

Og það er magt fleyra sem þarf að brýna á en ég bara hef ekki orku í að nöldra meira eftir vinnuna í dag, þannig að lesið þetta allavegana yfir þrisvar sinnum og reynið að fara eftir þessu!


PS. Endileg hættið líka að svara fyrir fólk, ef það er verið að spurja einhver persónulega um eitthvað þá endilega látið af því að svara nema þið hafið eitthvað sérstakt til málana að leggja, annars held ég að flestir hérna inni séu færir til svara fyrir sig sjálfir!