Öskjuhlíð 1. bikar Fjallahjól 20.apríl. 2008.

Hjólreiðafélag Reykjavíkur heldur fyrsta bikarmótið í fjallahjólreiðum á keppnistímabilinu sunnudaginn 27. apríl í Öskjuhíðinni. Keppt er í flokkum 15-16 ára, 17-18 ára, meistaraflokki karla og kvenna. Keppt er í flokki H30+, H40+ og H50 karla og kvenna.

Brautin er 2,2 km að lengd og 55 metra hækkun. Keppnin hefst kl 10:00 og hjólaðir verða 9 hringir. Keppni er lokið þegar fyrsti keppandi hefur lokið 9 hringjum.

Keppendur eru vinsamlega beðnir um að skrá sig sem fyrst til keppni með því að senda E-mail á hfr@vortex.is þar sem fram kemur nafn og kennitala , keppnisgjald í forskráningu á netinu er 1500 krónur, en 2500 ef keppandi skráir sig á mótstað. Skráning og skoðun öryggisbúnaðar hjóla fer fram í félagsheimili HFR við Siglunes í Nauthólsvík. Keppendur sem greiða keppnisgjöld á netinu eru beðnir um að senda kvittun til hfr@vortex.is þar sem fram kemur nafn og kennitala. Kennitala Hjólreiðafélags Reykjavíkur: 430194-2089 Reikningsnúmer: 132-26-2089 (Landsbankinn í Smáralind) Verðlaunaafhending fer fram í félagsheimili HFR, Keppnisstjóri/brautarlagning: Albert Jakobsson Dómari: Albert Jakobsson Tímavörður: Þorsteinn Helgasson Skráning/gjaldkeri:

Fjallahjólabrautin í Öskjuhlíð.Brautin er 2,2 km að lengd og með samanlagðri hækkun upp á 55 metrar. Brautin samanstendur af góðri blöndu af einstíg, skógarstíg og malarstíg.

Til að skoða kort smella á tengil.

http://www.hfr.is/images/kort/öskjuhlíð2008.jpg



Hvað segiði eruð þið ekki í fíling fyrir þetta? Ég ætla allavega að reisa! Og ekki í spandex!

Bjarki

Bætt við 25. apríl 2008 - 14:38
Úbbs smá mistök!

Þetta er 27 apríl ekki 20 apríl eins og stendur þarna uppi. Semsagt núna á sunnudaginn og keppni hefst klukkan 10:00. Og keppendur þurfa að mæta fyrir þann tíma.

Bjarki.