Keypti þetta hjól í lok sumar ´06 í Útilíf á 70 þús. Notaði það 2svar í Öskjuhlíðinni og komst að því að bakið á mér þolir ekki þetta sport lengur :( Fór þá með það í Útilíf og fékk mér nýjan dempara, stillanlegan og mýkri, minnir að hann sé 120mm þó svo ég þori ekki að fara með það. Einnig var bætt við 3ja tannhjólinu að framan og því er hjólið orðið 21 gír en var 14. Hjólaði svo á því í vinnuna í nokkrar vikur og svo 2 svar síðasta sumar og síðan þá hefur það bara staðið í bílskúrnum. Get ekki hjólað á því lengur vegna baksins og þarf að fá mér krúser eða eitthvað álíka sem fer betur með bakið á mér.

Óska því eftir tilboðum í það á totifoto@bigjump.is.

Myndir:
http://images.hugi.is/blog/135766.jpg
http://images.hugi.is/blog/135765.jpg