Sælar!

Hvernig er fílingurinn fyrir Downhill mótinu á laugardaginn? Hverjir ætla að mæta? Sjálfur er ég mjög spenntur. Og er búinn að vera að hjóla mikið í Öskjuhlíðinni. Og leiðin lýtur mjög vel út núna!

Meira varðandi það. Það verða æfingar í Öskjuhlíðinni fyrir mótið á Mánudag, Miðvikudag og Föstudag frá klukkan 18:00 og bara út kvöldið. Einnig verða æfingar á Laugardags morgninum frá svona um 11:00 fram að keppni. (En ef að þessir tímar henta ekki þá er leiðin alltaf á sínum stað).

Ég vonast til að sjá sem flesta og fá góð svör og góða mynd af því hverjir mæta og hverjir ekki.

Bjarki.