Sælir piltar.

Ég er að tékka á því hvort að það sé einhver áhugi fyrir að taka night race einhverntímann á næstu vikum?

Um er að ræða downhill race (en ekki hvað?) væntanlega niðri í Öskjuhlíð eða í Heiðmörkinni. Og þá væntanlega annað hvort á 7 eða 8 mars. (Föstudags eða laugardagskvöld). En þessi dagsettning er ekkert heilög!

En til þess að eitthvað gangi verða keppendur að sjálfsögðu að vera með ljós!

Þetta er ekki bikarmót heldur utandagskrár mót. OG ÖLLUM ER BOÐIÐ AÐ TAKA ÞÁTT!!!

Hvað segið þið? Er ekki góð stemning fyrir þessu?

Bjarki

Bætt við 22. febrúar 2008 - 22:52
Mótið verður þá haldið! Ég hvet alla til að fara og skoða ljós! Og fara að gera tilraunir um hámarksbyrtu!

Og ætti ekki að vera sér keppni í leiðinni um mest skreytta “jólatréð”? (Mér fynnst það allavega)!

Dagsettningin verður negld niður þegar að könnunin frá mér verður komin inn og þegar einhverjar niðurstöður eru komnar. (Persónulega vel ég frekar laugardagskvöldið).