Sælir félagar!

Nú er maður ekki mikið að hjól og þá notar maður tíman til að skipuleggja næsta sumar!
Núna þar sem það er orðinn alveg frekar mikil aukning í þessu sporti vantar alveg gríðarlega mikið svæði fyrir okkur.

Við erum nokkrir sem erum að vinna í því að fá leyfi til að byggja upp smá fjallahjólasvæði í grennd við höfuðborgarsvæðið.
Þá erum við að tala um svæði með downhill braut, freeride braut og jafnvel dirt jump/slope style eða semsagt eitthvað fyrir alla!
Þetta væri þá svæði sem væri opið hvern laugardag á sumrin til að byrja með. Annaðhvort væri lyfta upp, bíll eða eitthvað annað.

En spurningin er hvort menn væri til í að koma á eitthvað svona svæði, borga 1.000 kr. inn, renna sér endalaust margar ferðir og jafnvel væri hægt að bjóða upp á einhverjar veitingar.

En þar sem þetta er ekki mjög fjölmennt land verðum við að vera vissir um að það verði einhver aðsókn í þetta.

Hvað segir þið um þetta? er einhver áhugi fyrir svona stað ?


Bætt við 30. nóvember 2007 - 18:40
Fylgist með á www.voffi.org