Sælir


Nú hef ég notað Scott Sportster P2 til að komast í skólan og svona flest allt sem ég þarf að fara.
Semsagt nota það bara innanbæjar á göngustígum.

Ég elska þetta hjól að öllu leyti, en hef svona verið að spá hvort ég hefði átt að eyða í sirka 30þús kr dýrara hjól og fá hjól með diskabremsum.

Hef líka verið að spá að einfaldlega fá mér diskabremsur á þetta hjól. Er það ekki annars pakki upp á sirka 30k? Nýjar gjarðir og allt þetta.


Svo pælingin er í raun: Þegar þú ert bara að hjóla innanbæjar á malbikuðum vegum, er eitthvað betra að hafa diskabremsur? Og er það nokkuð það betra að það sé þess virði að uppfæra bremsurnar?

takktakk