Ég copy/paste-aði það sem ég sendi inn á www.hfr.is um brunmótið. Og sendi það hingað inn.

Í gær var haldið þriðja og síðasta bikarmót sumarsinn í downhill. Það var haldið í Reykjafelli í Mosfellsdal. Mótið fór að mestu leyti vel fram en 3 fyrstu keppendurnir í yngri flokknum duttu í fyrri ferð og kláruðu hana því ekki. Einn þurfti að hætta keppni vegna skurðar sem hann fékk á hendi. En hinir tveir hjóluðu seinni ferðina og fengu tíma. Við fengum tvenns konar veður. Í fyrri ferðinni var þurrt. Brautin orðin þurr og góð eftir rigningu síðustu daga. En það breyttist á leiðinni upp í seinni ferðina en þá byrjaði að rigna. Og brautin varð mjög sleip og erfið.

Úrslitin voru á þessa leið.
Yngri flokkur.
1. Anton 1.25.95
2. Egill 1.29.52
3. Jóhann 1.30.73
4. Sigursteinn 1.33.90
5. Benedikt 1.38.93
6. Alexander 1.57.82
7. Gunnar 2.11.46
Grímur Hætti keppni.

Opinn flokkur.
1. Helgi Berg 1.16.57
2. Haukur 1.17.50
3. Grétar 1.21.55
4. Bjarki 1.23.80
5. Anton 1.25.95
6. Egill 1.29.52
7. Jóhann 1.30.73
8. Sigursteinn 1.33.90
9. Ingvar 1.37.61
10. Benedikt 1.38.93
11. Alexander 1.57.82
12. Gunnar 2.11.46
Grímur Hætti keppni.

Ég vil þakka Helga Berg fyrir að aðstoða mig við að ganga frá á keppnisstað að móti loknu. Og Kristni og Sindra fyrir að sjá um tímatökuna.

Bikar meistarar sumarsinns í bruninu voru einnig kríndir í gær. En í yngri flokknum er það Anton og í þeim opna er það Helgi Berg sem er bikarmeistari. Þeir kláruðu þetta báðir með fullt hús stiga.

En að lokum þá vil ég þakka öllum þeim sem að ég hef unnið með í gegnum árin í hjólaíþróttinni hér á landi. Þetta er búinn að vera frábær tími. Og ég vona að það ég fái góðann arftaka til að sjá um brunið á næstu árum. Ég er farinn í bili til Danmerkur og veit ekki hvernig framhaldið verður.

Solong and thanx for all the fish!
Bjarki Fjarki.