jæja ég bara varð að seigja frá þessu..

Var í heimsókn hjá kærustunni og komst ekki hjá því að hjálpa félaga mínum í “gesunda” fjallinu i Svíþjóð.
Hann vinnur þar með strákunum frá http://elevation-nordic.com/ við ad búa til nýar brautir á fjallinu. Fjallið langaði nefnilega að stækka aðeins við sig og bjóða fólki upp á að geta hjólað downhill á fjallinu að sumri til..
Fjallið ákvað að gera þriggja ára plan til að gera góðar brautir og bara eftir eitt sumar er það orðið eitt af bestu downhill fjöllum í skandinaviu. Það eru 4cross brautir, freeride brautir, geðveikar downhill brautir, north shore brautir og alveg hrúga af cross country brautum. Það er alveg klikkað fara upp með liftunni með hjólinu og svo renna sér niður þessar alveg yndislegu brautir.

Anyway eftir nokkra daga þarna varð ég að kaupa nýtt hjól og nú get ég ekki beðið þangað til á þriðjudaginn þegar að nýja hjólið kemur og ég fer aftur að keyra á fjallinu,
Var jafnvel að ræða við félaga minn að við ættum að koma okkur á klakan og gera einhverja alminnilegar brautir þar…

Lagði inn nokkra myndir á bloggin, check it out;
http://www.nordicsurfers.com/isurf/?p=308