Vissi ekki alveg hvar ég átti að láta þetta útaf ég sá engann hjálparkork þannig ég skelli þessu bara hérna.

Ég er frekar mikill nýliði á hjól en bmx / freestyle (hreinlega veit ekki muninn) hjólið mitt bilaði / eiðinlagðist einhvernveginn í dag.
Dekkið á hinu hjólinu mínu var sprungið þannig ég fór á þessu í vinnuna. Eftir að einhver vinur minn var búinn að vera aðeins á því þá kallaði hann á mig að það væri ónýtt eða bilað.

Keðjan var dottin af og eftir 2-3 mínútur við að koma henni á (hún er mjög lítil eitthvað þegar maður er að koma henni á) þá sýndist okkur allt vera í lagi. Við prófuðum að hjóla aðeins á því en þá var eins og keðjan væri alltof stór og hún rann bara alltaf (hreyfðum pedalana en keðjan hreyfðist bara ekki!) og á endanum datt hún algerlega af. Við reyndum að setja hana aftur á uþb. 6 sinnum en hún datt alltaf af eftir að við reyndum að hjóla aðeins.

Keðjan hefur alltaf verið svoldið stór á hjólinu en mér var sagt að ef ég stytti hana bara um 1 væri hún of lítil og það var nú þegar erfitt að koma henni á þannig ég gerði það aldrei.

Ef einhver hefur lent í svona og veit hvað er að endilega segja mér, fékk þetta hjól frá bróður mínum og það væri frekar leiðinlegt ef þetta er eitthvað alvarlegt.

Fyrirfram þakkir, duwey.
-