Sælir.

Er með nýtt hjól sem hefur:
Samkvæmt Markid.is -> “Suntour XCR 100mm”
Samkvæmt límiða sem er á hjóliu -> “Sountor XCM 100mm”
og hann er læsanlegur.
Vandamálið er þannig að hann virðist læsast sjálfkrafa þegar maður ýtir eitthvað niður á hann eða framdekkið lendir á einhverju hörðu, farið niður kant t.d. Ég get venjulega lagað þetta með því að læsa honum og aflæsa svo en það dugar stutt.. svo er eitthvað hægt að stilla meira en ég kann ekkert á það. Og já þetta hefur verið svona allan tímann síðan ég fékk það.

Gæti þetta verið galli í vörunni? Hjólið er alveg splunkunýtt frá Markinu (samansett og keypt á laugardaginn, þeir settu það saman).