Mig langar að panta mér hjól frá USA, bara fá það sent og borga af því öll gjöld, en það virðist enginn mega selja hjól lengur nema beint út úr búð? Hef séð þetta á Trek, Gary Fisher, Cannondale o.fl., en búðirnar missa víst söluleyfið á því að senda hjólin í pósti.

Tími varla að splæsa í flugmiða fyrir 50þús bara til að sækja hjól, nema maður fari í eitthvað smygl vesen kannski.

Er þetta nýtilkomið, eða eru menn með einhverjar krókaleiðir?