Ég hef verið að hugsa þetta lengi, og valdið mér miklum svefntruflunum!

Keppnisgjald í BMX mótin í sumar.

Eins og það var í fyrra, þá kostaði ekkert að taka þátt og einnig var það svo í fyrsta bunny mótið nú í sumar.
Ég var að hugsa að (hækka) hafa keppnisgjald í næstu BMX mót sumarsins. Engar áhyggjur, þetta verður engin milljón!

Með keppnisgjaldi þá get ég verið með veglegri vinninga, fyrir þá sem ná efsta sæti/sætum. þ.e peningaverðlaun auk annara verðlauna sem eru í boði.

Nú spyr ég ykkur Hugar, hver er hin gullna tala eftir hinu gullna sniði?
Er það 0, 100, 500, 1000, 1500- og alveg uppí óendanlegt?

Kv Keppnis Lemmy
Keppnisstjóri
www.khe-bmx.com