Núna um daginn fór ég hjólið mitt í markið til að rétta gjörðina mína og allt í góðu með það en þegar ég fæ hjólið sé ég að keðjan hefur verið smurð.
Ég fer heim og hjóla á hjólinu og eftir smá tíma eru buxurnar mínar allar orðnar svartar af smurningu.
Ég prufaði að þurka af keðjunni, hún litaði buxurnar ekki jafn mikið og ég hélt að ég væri búinn að laga þetta en NEI þá verður hún aftur svona helvíti blaut og er byrjuð að eyðileggja fleiri buxur.

Spurning mín hljómar þá svona: Er þetta eðlilegt, ef ekki hvað á ég að gera???