Það er alveg rosalega margt sem gæti verið að bögga hjá þér bremsurnar.  Þannig að maður þarf að hafa hjólið til að geta greint vandamálið.  
En hér eru nokkrir möguleikar.
- Barki beyglaður.
- Skítur í barka. 
- Fjarðir slappar ( bilaðar )
- Vírar trosnaðir ( gamlir )
- Stilling úr lagi
- Handföngin bögguð
- Barki illa settur á hjólið
- Bremsupúðar eyddir
- Bremsupúðar illa stilltir
- ( annað? )
Eitt af þessu eða allt gæti verið að.  
Mögulegt skítafix ( í gegn um netsíðu eins og þessa ) væri að sprauta þynnstu olíu sem þú átt í barkana, og á vírana, og krossa fingur og vona að bremsan sé eitthvað betri.  Eða ef það er of “langt” í vírunum ( púðar eyddir, vír hefur runnið til ) þá er málið að reyna að herða á stilliskrúfum sem toga í vírana.  
Ráð sem virkar:
Farðu í Markið og volaðu rosalega hátt og lengi.  Þá vorkenna þeir þér kannski nógu mikið til að hjálpa þér. ;)