Sælir.

Ég er með 2005-Trek 6700 hjól. Ég setti 8“ disk á framhjólið í byrjun þessa árs, og gerði það ekki við afturhjólið vegna þess mér var sagt að þá myndi hann rekast í stellið. Það fannst mér ágætt ‘logic’.

Allavega, í gær fór ég að reyna að reikna út hvort 8” diskurinn myndi rekast í, og niðurstöður útreikninga minna voru þannig að það voru nokkrir millímetrar frá því að hann myndi rekast.

Spurning mín er; er það alveg 100% pottþétt að hann muni rekast í stellið, eða eru einhverjar líkur að hann muni passa?

Kærar þakkir,