Já ég er að pæla í að prufa fallhlífarstökk næsta sumar, en ég hef aldrei prufað það áður, þanni að ég veit lítið um það. Ég bíst nú passlega við því að það eru margir hér sem hafa prufað þetta og mig langar að vita hvar þeir lærðu fallhlífarstökk, hvar þeir telja að sé best að læra það, hvar er ódýrast og hvort það yfir höfuð skipti miklu máli hvar maður læri þessa iðju?
Síðan er annað, þarf að fara í marga tíma til að kunna þessi grundvallaratriði svo hægt sé að stökkva ?
Kv, Steini