Ég var búinn að ákveða það síðasta sumar að fá mér hraðamæli á DH hjólið mitt og styttist nú í að ég fari að versla mér hann. En vandamálið er náttúrulega það að það er til ein og ein tegund frá einum og einum framleiðanda og vandast þá valið. Langar mig því að fá umræður um framleiðendur og týpur frá ykkur sem hafið reynslu á þessum hlutum.

Þeir framleiðendur sem ég mest verið að skoða eru Sigma og Topeak, hafiði eitthvað um þá að segja?

Það sem ég er að leita að í hraðamæli:
Þráðlaus - er algjör skilda.
Trip time eða stopwatch - til að geta tekið tíman á mér niður fjallið.
Trip max speed og average speed - ef það er hægt, væri gaman að þurfa ekki að eyða út max og average speed alltaf út.
Held að mér sé svona nokkuð sama um aðra virkni.

Takk fyrir.