Þið hafið kannski flest tekið eftir því að það eru alltaf gefnar upplýsingar um herslur á t.d. skrúfum í diskana, BB, hubba og fleira.

Sem dæmi þá “á” ég, samkvæmt öllu, að herða hverja skrúfu á bremsudiskunum mínum með 6.2Nm átaki.

Spurningin er: Notar einhver átaksmæli/stöng til að herða dótið á hjólinu? Eða a.m.k. prófað það?

Sjálfur herði ég skrúfur á hjólinu mínu frá þéttingsfast og allt upp í Hulk-átak með risa skiptilykli, eftir því sem við á.
Damien