Ég vildi bara benda á þennan gaur Lucas Brunelle út af korki hér fyrir neðan “Held að þetta gæti verið dálítið magnað að prófa…”. Þetta var ekki upprunalegt myndband, heldur var búið að dubba yfir það með einhverju helvítis píkupoppi, en það er ekki við hæfi að spila með þessu einhverja tónlist sem er fyrir kellingar.

Þetta myndband heitir “DRAG RACE NYC” og svo mæli ég með “SAN FRAN” líka.

Mæli með að þið hlaðið þeim niður og horfið á þau í fullscreen með hljóðið í botni.

Ef þið viljið finna meira svipað, þá er málið að nota bicycle/bike + courier(s)/messenger(s) í google videos eða youtube.Bætt við 27. janúar 2007 - 13:30
Gaurinn virðist vera búinn að koma í veg fyrir að það sé hægt að hlaða myndböndunum beint niður, sem var hægt. ( Og er kannski enn hægt með öðrum aðferðum. ) Það er auðvitað alger synd, enda er þetta alger snilld. Það er samt hægt að horfa á þau á síðunni. - Fólk hefur kannski einmitt verið að breyta myndböndunum hans aðeins og mikið fyrir hans smekk, og þess vegna leyfir hann ekki lengur að það sé hægt að hlaða þeim beint niður.