það er svo mikið af þessum íþróttum sem eru í gangi núna sem menn deila um hvort sé jaðarsport eða ekki. Sumir vilja meina að jaðarsport sé aðeins það sem er mikil hætta og erfiðleiki. Aðrir vilja meina að jaðarsport sé allt það sem veitir manni svo kallað adrenalín-kikk. En hvar eru takmörkin? ég er sammála hvorugu. Ef það er aðeins e-ð sem er hættulegt er það í rauninni voða fátt. Svo aftur á móti ef það er e-ð sem gefur manni adrenalín-búst, þá hlítur það að vera svo miklu meira. Til dæmis hlyti handbolti að vera jaðarsport, fótbolti, körfubolti o.s.frv.

En hvað er málið? Af hverju eru svona margir sem stunda þessa tegund af sporti, en samt sem áður er þetta ekkert sýnt í sjónvarpi? Það er aldrei minnst á þetta nema e-ð komi fyrir.

En hvað af þessum íþróttum teljið þið að séu jaðarsport íþróttir?
*klettaklifur, snjóbretti, *ísklifur, skíði, *paintball, *siglingar, *kajakar, *rafting, *fallhlífastökk, listflug, hjólabretti.
(ég merkti með stjörnu þær íþróttir sem ég tel að séu jaðarsport að sjálfsögðu hef ég ekki prufað þetta allt en þetta er það sem ég tel.)
svo að lokum í íslensku orðabókinni stendur að Jaðar sé rönd, yrsta brún; kantur o.s.frv. s.s það er e-ð þar sem maður stendur á ysrstu nöf = hættuleg íþrótt, ekki satt?
eitt í viðbót, í hvaða sporti eru þið?