Hjólreiðafólk kemur saman og fagnar lokum tímabilsins hjá keppnisfólki í hjólreiðaíþróttinni. Afreksfólk fær viðurkenningar, sigurvegarar sinn bikar, sýndar verða myndir frá tímabilinu auk þess sem Haukur, formaður Hjólreiðanefndarinnar, fer yfir það helsta sem til tíðinda dróg. Vonandi ræðir fólk síðan það sem vel var gert og hvernig má endurtaka það, og einnig það sem miður fór og hvernig má lagfæra það.

Fagnaðurinn er næsta fimmtudag, 26. 10 og hefst kl. 19:00 í Siglunesi í Nauthólsvík, fyrir neðan félagsheimili HFR.

Þar sem til stendur að bjóða upp á grillmat eru gestir beðnir um að tilkynna þátttöku sína til hfr@vortex.is fyrir hádegi á þriðjudag 24. 10.

Ungu hetjurnar okkar í HFR ætla að skreyta salinn og aldrei að vita nema þau lumi á skemmtiatriði.

Mætum öll!


Af Hfr.is