*Fimmtudagskvöldið 5. október verður haldin kvikmyndahátíð hjólreiðamannsins í Klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 kl. 20:00*

Tvær myndir verða í boði. Önnur er bandarísk og heitir “The Retrospective Red Bull Rampage”. Hún sýnir fífldjörf stökk hjólreiðamanna niður kletta á reiðhjólum.
Hin myndin er íslensk og heitir “Laugavegur helmetcam”. Þar er Laugavegurinn hjólaður frá Landmannalaugum til Þórsmerkur og ferðalagið kvikmyndað frá skemmtilegu sjónarhorni. Sýningartími myndana er rúmur hálftími.
Allir velkomnir og takið með ykkur gesti. Herlegheitin kosta ekkert eins og endranær auk þess sem heitt verður á könnunni.

Í vetur verður reynt að hafa myndasýningar og ferðasögur í hverjum mánuði. Fólk er eindregið hvatt til að láta Magnús Bergsson vita í nattura@netscape.net ef það hefur farið í hjólreiðaferðalag eða ferðast um staði þar sem hjólreiðar geta talist ákjósanlegar. Skiptir þá engu hvort menn hafi farið þar um hjólandi, gangandi, ríðandi eða akandi í villtri náttúru eða stórborgum. Allar ferðasögur, stuttar sem langar eiga það skilið að vera sagðar í góðra vina hópi.

Magnús Bergsson



Tekið af HFR.is