Málið er að besta leiðin sem við fundum til að koma hjólunum í stólalyftuna var að láta þau bara standa í sætinu. Ég bíst við því að ekki allir treysti þessu og hvet ég því alla að koma með farangursteyjur eða annarskonar bönd sem hægt er að nota til að fest hjólið við stólinn á fljótlegan hátt.

Langaði bara svona til að “vara” menn við svo það verði ekki einhver brjálaður í fjallinu og hóti hinum og þessum lífláti. Við ætlum samt að reyna að finna einhverjar betri leiðir til að hafa hjólin í lyftunni.

Bætt við 23. ágúst 2006 - 23:46
Eftir nánari athugun er mögulegt að láta bara hjólið standa í sætinu og sitja fyrir framan það. Það sýnist okkur vera besta leiðin.