Sælir kappar.

Hvernig væri að koma upp svona skilti þar sem á myndi standa “Varúð - Hjólreiðamenn á ferð” eða eitthvað í þá áttina?

Þá bara skilti með handfangi í þannig að ef maður togar í það þá fer handfangið niður og þá eru hjólreiðamenn á leiðinni í fjallinu.

Svo þegar maður væri að fara þá bara að ýta handfanginu aftur upp sem gæfi til kynna að enginn væri á ferð.

Var þarna í dag á krosshjóli ásamt bróður mínum sem var á hjóli.

Kom ekki einhver grútmáttlaus olíudrekkandi partol á siglinu upp fjallið. Og ef ég hefði ekki stoppað hann hefði bróðir minn kannski getað endað á húddinu á honum.

Hvað segiði?