nú ætla ég að segja ykkur frá ferð sem ég og vinur minn fórum..
við fórum upp á Súlur…það er nú ekkert merkilegt útaf fyrir sig..en þessi ferð var engin venjuleg Súlu ganga.
við lögðum af stað eitthvað upp úr kl. 14 frá ruslahaugunum á Akureyri og löbbuðum í hita svækju upp á mýrar…Vinur minn langaði mikið að fara upp á tangann eða bjargið sem gengur úr Súlum í austur.. ég var til. svo við fórum þangað..þar var bara allt í einu komin fyrir framan okkur heill nýr heimur ofboðslega mikið svæði þarna..kallast líklega Stórisalur..og gilið þarna hjá held ég að heiti Djúpagil..er ekki allveg viss..en já..upp úr Stórasal gengum við upp austur hlið Súlna..mjög bratt..ja..við gengum ekki upp austurhliðina upp á topp heldur komum okkur á hina venjulegagönguleið seinustu metrana..en upp á toppi Súlna var yndislegt..fallegt veður..gola og góður hiti..en ekki of mikill samt..en við vorum búnir að ákveða að fara upp á syðri súlur líka svo við gerðum það…ne okkur langaði rosalega til að fara niður á milli Súlna og syðri súlna..nirður austuhliðina á milli..en jæja..við gengum upp á syðrisúluna..1213m yfir sjáfarmáli.. eg eftir að hafa fengið okkur í gogginn þar á toppnum við vörðuna..ákváðum við að fara niður..beint niður austurhlið syðri súlna..sem ég man að var sagt við mig einusinni að væri ófær og stórhættuleg..en hvað með það..við fórum þarna niður..og tókum myndir af hvor öðrum til skiptis..og komum niður á ruslahauga um kl. 20..þessi ferð er líklega ein skemtilegasta fjallganga sem ég hef farið hingaðtil..vonandi koma myndirnar hingað seinna..þetta ætla ég að gera aftur..:D<br><br>…We shall never surrender!!!