Ég er ekki alveg að gera mér grein fyrir því afhverju þetta áhugamál er svona hrikalega dautt? Persónulega hef ég aldrei stundað neina jaðarsport íþrótt en mig dauðlangar til að prófa fallhlífarstökk, köfun, klettaklifur og langar gönguferðir þar sem maður tjaldar einhverstaðar “in the middle of nowhere”. Jaðarsport er svo skemmtilega víðtækt hugtak og það er hægt að tala um svo margt hérna en það koma greinar inn með meira en mánaðar millibili!

Hvernig væri aðeins að taka sig á í þessum efnum og gefum þessu áhugamáli smávegis púls! Ef ofurhuginn hérna er með 68 stig þá hlýtur þetta að vera steindautt svo að það hlýtur að vera einhver hérna með argandi áhuga á jaðarsporti og vill tjá sig oft um það! Það ætti að vera ágætlega þegið fyrir jaðarsportsamfélagið!

Með von um mikið adrenalínflæði og spennutíma!