Sælir hjólarar.
Þar sem að ég hef ávallt hjólað um á Mongooose hjólum fannst mér við hæfi að koma með “review” á Mongoose Rogue, bmx hjólinu mínu.
Rogue ‘09 hjólin eru fjöldaframleiddustu bmx hjólin í Englandi og þá einna helst í Bretlandi. Hjólin hafa fengið misgóða dóma og fer alveg eftir því hvernig þú notar hjólið og hvernig þú dæmir það.
Hjólið hefur fengið góða dóma bæði í street og dirt-jump þrátt fyrir óheppilega þyngd hjólsins. Hjólin eru frekar þung en það eru flest Mongoose bmx-in en það á ekki að stoppa neinn.
Hjólið þykir sérstaklega gott byrjendahjól sem og fyrir lengra komna, hjólið er einnig mjög kostnaðarlítið (fyrir okkur sparsömu týpurnar) og fannst mér ég hafa fengið gott hjól fyrir gott verð þegar ég keypti það í GÁP hér í fyrra.
Hjólið er sterkt og grindin er mjög sterklega byggð enda er grindin og stýrið úr króm. En króm er einnig valdur þyngdinni og hafa hjólin ekki sama léttleika og önnur bmx hjól. Ég persónulega tek ekki mikið eftir þyngdinni þar sem að ég er meira að droppa o.þ.h.
Hjólið hefur verið að fá góða dóma í dirt-jump en þó ekki jafn góða í street. Sökum þyngdar er erfiðara að ná góðu bunny-hoppi sem nauðsynlegt er að ná, þegar um street er að ræða.
Mér persónulega finnst hjólið mitt alveg frábært og hef fátt út á það að setja. Það er sterkbyggt, það er þægilegt að hjóla á því og breidd dekkjanna kemur sér sérstaklega vel þegar um dirt er að ræða. Ég hef einnig verið að nota hjólið í down-hill og fannst mér hjólið koma skemmtilega á óvart í þeim efnum.
Það sem flestum finnst slæmt við hjólin er þyngdin og tek ég undir það að þyngdin gæti orðið mörgum til trafala og ráðlegg ég ykkur ekki að íhuga kaup á Mongoose Rogue ef þið eruð að leita að léttu street hjóli. Hinsvegar mæli ég sérstaklega með því í dirt-jump, down-hill og strair drop o.þ.h. street jumps’.

Svo þið hjólarar þarna úti hér er smá spec-listi:

Frame: 100% Cromoly
Fork: 100% Cromoly
Brake Levers: Rush RX3.0 hinged Alloy
Brakes Tektro: Alloy U-brake, Front & Rear
Rear Derailleur: Sealed Mid Size
Bottom Bracket: Mid Sealed Bearing 8 spline
Crankset: Tubular cromo 3-piece 175mm with 33t Chainring
Chain: KMC Z-510
Pedals: Wellgo Alloy Platform Micro tread
Headset: 1-1/8" Ahead
Handlebar Stem: Mongoose 2 Piece Hi-Ten
Handlebar: Mongoose 230 gram Ultralight
Hubs: 36hole Loose Bearing Cassette Rear, 36h Front
Cassette/Freewheel: 12t Cassette Driver
Spokes: ED Black Steel
Rims/Wheelset: Alex MUS 32 Alloy Chrome Rear, Brown Front Tyres: Snafu Sterly 2.1”
Seat: Post: 25.4mm Micro Adjust
Saddle: Mongoose Shorty
Colours: Mold

Svo vona ég að þetta verði ykkur hjálplegt og endilega sendið mér PM og bendið mér á ef þið sjáið eitthvað athugavert við þessa grein og ég mun taka öllum tilsögnum með opnum örmum.
Takk fyrir.

-Kristófer Leó