Reiðhjólamenning í Kaupmannahöfn (mitt sjónarhorn). Hjólamenningin í Kaupmannahöfn frá mínu sjónarhorni.

Þannig er það að ég var í Kaupmannahöfn um miðjan Janúar. Það fyrsta sem ég tek eftir þegar að ég kem út af lestarstöðinni eftir flugið, er að það er allt út í hjólafólki þarna. Ég sem hafði aldrei komið til Danmerkur áður og aldrei séð neitt þessu líkt, ákvað ég að skoða þetta eins og ég gat. Allt sem ég fór þá gat maður ekki gert annað en að sjá hjólastaflana við grindverkin og nóg af fólki á hjólreiðastígunum.

Ég lenti meira að segja í því fyrsta daginn að vera næstum hjólaður niður af einhverjum skrýtnum gaur í grænum spandex galla á grænu racer hjóli, en rétt slapp við það.

En eins og ég sagði þá velti ég eins mikið fyrir mér og ég gat allri hjólamenningunni í þessu landi frænda okkar. Eini gallinn við það að ég var þarna um helgi þannig ég hitti á held ég alveg 3 hjólabúðir sem voru lokaðar en loks fann eina sem var opin. Auðvitað kíkti ég þar inn og þar reyndi á mína litlu dönskukunnáttu og litla sem enga enskukunnáttu afgreiðslumannsins, en ég komst að því að hann vissi nú ekki til þess að það væri mikið downhill þarna (enda engin fjöll) og vissi lítið um dirt jump, vissi til þess að það væri bmx menning þarna (þó svo að ég sá eitt bmx hjól minn tíma sem ég var þarna og það var til sölu í búðinni hjá þessum blessaða dana), en race menningin er gríðarleg, enda sérðu lítið annað en racer hjól þarna og í búðinni gastu fundið allann tilheyrandi útbúnað. En ég spjallaði nú aðeins við hann og komst að því að skrýtni græni maðurinn sem hjólaði mig næstum niður er einn af svokölluðum “bikemessengers” sem eru svona hraðsendlar þarna í köben. Komst líka að því að flestir danir hjóla á hverjum degi, og flestir eigi allavegana tvö hjól, hjólið sem þeir hjóla á, og flotta bónaða hjólið sem er keypt til að vera inni í stofu alla daga.

Eftir að hafa kvatt þennan dana og farið aftur og hitt hópinn minn sem sat á einhverjum dönskum samlokustað fór ég að spá meira í hjólunum sem slíkum. Skildi þá hvað maðurinn átti við, flottustu hjólin voru hjá þessum blessuðu sendlum. Flest hin hjólin voru gömul, illa farin og úrsérgengin, þó svo að mörg flott og góð hjól leyndust vel læst inn á milli.

Ég sá líka tvö Trek hjól, en það voru einu hjólin sem ég sá sem voru ekki af danskri gerð, annað var einhver maður bara á sem ég rak augun í og hitt var í búðarglugga á einni af lokuðu búðunum. Enda er víst mikið af hjólasmiðum og hjólaviðgerðarmönnum þarna í Danmörku því að hjólamenningin þar er alveg gífurleg, þó hún fari minnkandi allsstaðar nema í Kaupmannahöfn og Óðinsvé, en þangað er ég akkurat að fara núna í júní þannig að ég ætla að reyna að skoða sem mest og lifa mig sem mest inn í hjólamenninguna þar.

En eins og titillinn segir er þetta mín reynsla af hjólamenningu í köben og er hún gífurlega góð, vel gert við hjólafólk þar og mest sem tengist hjólum til fyrirmyndar. Vona að þetta gangi áfram vel hjá þeim og að þetta breiði út frá sér kannski til íslands, þó það sé kannski ólíklegt, en væri þó frábært.

Hér er svo ein mynd af nokkrum hjólum í hjólastandi tekin í grennd við Strikið.