Zælir allir saman.

Við erum að gleyma mjög mikilvægum hlut, og það er að tilnefna hjólamann ársins 2006 sem var nú að líða.

Mér finnst að við ættum að tilnefna þá hérna í þessari grein, þá er ég að tala um:

BMX Maður ársins

DH maður ársins

DJ maður ársins

og það væri gaman að hafa faceplantara ársins líka inní þessu?

Ég hugsa að best væri að þið sem lesið þessa grein hugsið til baka og nefnið þá sem ykkur finnst hafa skarað fram úr í íþróttinni ( þrjár greinar bmx/dh/dj, plús faceplantara) en aðeins einn í hverjum flokki og afhverju þið völduð þessa einstaklinga.
Og svo loksins þegar þessari umræðu líkur, þá höfum við lýðræðislega kosningu hérna á huga til að skera úr um hver/hverjir verða þess heiðurs aðnjótandi vera kosnir.

Kv
Formaður BMX sambands Íslands
www.khe-bmx.com