Í tilefni þess að við vorum að fá þessa frábæru gjöf frá yfirstjórn huga ætla ég að efna til samkeppni fyrir banner á þetta þráða áhugamál.

Hugsunin var að reyna að fá eitthvað sniðugt frá ykkur notendum og leyfa þannig sjálfum notendunum að hafa áhrif á hvernig síðan þeirra lítur út.

Ég er búinn að hugsa þetta smá og að mínu mati væri flott að hafa hann nokkuð “neutral” þannig að hann gæti coverað allt sem snertir hjol eða eitthvað sem öll hjól eiga sameiginlegt, ekki bara einhverjir gaurar að stökkvað eða eitthvað, lítið sem racerar geta fundið í því fyrir sig.

Einnig væri sniðugt að halda öllum vörumerkjum frá þessum banner.

Endilega leggist nú yfir tölvuna heima og byrjið að pæla.

Stærðin er 245x54 pixlar.

og sendið þetta inn sem mynd hingað á áhugamálið.

Allir bannerarnir verða birtir þegar þeir berast og síðan vill ég fá umræðu um þá, þannig getum við rætt hvað okkur fynnst flott og svo vonandi komist að niðurstöðu hvað okkur finnst flottast.