Dilated Peoples - Worst Comes to Worst Þá er á ný komið að Dilated Peoples, en það var notandinn booyaka sem sendi mér lagið “Worst Comes to Worst” af plötuni Expansion Team frá 2001. The Alchemist er hér með gull af lagi er Evidence og Rakaa ljóða yfir. Ef þið þekkið þetta ekki, tékkið á þessu, það er skylda ef þið ætlið að stunda þetta áhugamál.

Varðandi myndböndin hef ég ekki verið duglegur við að endurnýja eða taka við beiðnum frá notendum en nú verður breyting þar á. Endilega sendið einhver þétt myndbönd og ég ætti að geta komið þeim fyrir. En takið þó eftir, ég vill að hvert myndband fái allavega viku á síðuni svo það þýðir ekkert að hrauna bara á mig öllu sem þið finnið, þá hætti ég bara að hlusta.