Nýr stjórnandi. Sælt veri fólkið.

Ég var búinn að skrifa vel langan póst hérna um aðdrög þess að ég hafi verið gerður að stjórnanda hér á /hiphop í gær, en það var bæði algjör óþarfi og farið að ganga of langt hjá mér.
En eins og ég var að enda við að skrifa var mér bætt á listann yfir stjórnendur á þessu ágæta áhugamáli í gær. Ég sótti ekki um því ég vildi sanna mig eða álíka klisjukennd sjónarmið, andreaaa og boggi35 eru búin að standa sig frábærlega með þetta áhugamál og með t.d. Graffiti viðbótini sést að þetta áhugamál er alltaf að stækka, props fyrir það. Þrátt fyrir það vill ég þó rétta fram hjálparhönd og hjálpa þessu góða en vanmetna áhugamáli að stækka.

Kveðja vonum um gott samstarf,
Hjalti.