Rokkarar og aðrir non-rapparar athugið! Það er komið alveg nóg af þessu!

Þræðir stofnaðir eingöngu til að skíta yfir rapp og hip hop almennt verða ekki liðnir hér. Það á ekki að þurfa gefa ykkur viðvörun, þið eigið að vita betur enn að stofna þessar deilur.

Þessir korkar eru 60% skítkast fram og til baka, frá báðum aðilum. Auðvitað er ykkur frjálst að segja skoðun ykkar á þessari tónlistarstefnu á rólegu nótunum án sterkra lýsingarorða og vinsamlegast með einhverjum öðrum rökstuðning enn orð Krumma úr Mínus.

Allir sem ætla stunda það að fara inná þetta áhugamál bara til að vera með skítkast fá aðeins þessa tilkynningu sem viðvörun, héðan í frá fer þetta beint í yfirstjórnendur.

Þetta á ekki að vera erfitt, þessar umræður eru ekkert annað enn leiðindi NEMA náttúrulega ef rökstuðningur er notaður og öllum sterkum lýsingarorðum sleppt þá gæti þetta orðið forvitnileg og skemmtileg umræða.

Enn allt skítkast er NEI!