Ýmsir - Rímnamín Ég kom höndum yfir þennan disk og verða að segja að hann er allgjör snilld. Það er ekki hægt að segja hver eru bestu lögin því ölll lögin eru góð, fyrir utan þau lög sem sesar a kemur nálægt. Edda gefur út í samvinnu við Sesar A.

1. Bent & 7Berg - Drykkja
Hefur heyrst mikið á muzik.is. Gott lag, skemmtileg umræðuefni og ágætis texti.

2. Sækópah - Verbalt
Bræðurnir Sesar A og Blazroca með komm bakk sem Sækópah. Þeim tekst að eyðileggja snilldar sampl og leiðinda texti.

3.Afkvæmi Guðanna - Upp með hendurnar
AG notast við bút úr gömlu lagi með Grýlunum og útkoman er gargandi snilld. Frábær texti og góð tilbreyting frá trúarhugleiðingu þeirra félaga.

4.XXX Rottweiler - Rabies Canis
Mjög gott lag(margir eiga eftir að vera ósammála).
Erpur nær ekki allveg að vera í takt í fyrsta versinu en er með ágætis setningar eins og; viltu beef þá er ég Argentína steikhús".

5.Sesar A ásamt Skapta ólafs.
Án efa leiðinlegasta lag plötunar. Ég get ekki sagt meira um það.

6. Forgotten Lores - Þegar ég sé mic
FL sanna það að þeir eru án efa ein besta hip hop hljómsveit landsins, ekkert alltof góður instrumentall en geðveikur texti og geðveikt flæði.

7. Móri - Hljóðtækni
Kræsí taktur en leiðinda texti og alltof slow flow. samt er það ágætt í heildina. Tónlistinn hjá Delphi heldur laginu uppi.

8. Skytturnar - Ef ég væri Jesú
Gott lag að hætti Skyttnanna, ágætis pælingar.

9.Vivid Brain - Vont en það versnar
Þótt takturinn sé ekkert til að hrópa húrra fyrir bætir Jón m það með geðveikum textum og mad flowi. Gaman að heyra eitthvað nýtt frá honum.

10. Bæjarins Bestu - Rappari
Snilld, Snilld , Snilld. Frábært lag segir allt semn segja þarf.

11.Diplomatic's - Dagurinn í gær
Ótrúlega vel unnið hljóðfæralega og ágætis lag.

12.Mezzías MC - Viltu með mér vaka
Var ágætt fyrir u.þ.b ári en er orðið svolítið þreytt. Hann Mezzías hefði mátt koma með eitthvað nýtt lag á diskinn.

Í heildinna litið er þetta mjög góður diskur og skyldueign hvers íslensks Hip hopps haus.

4 stjörnur ****/*****