Jæja, eftir langt hlé hef ég ákveðið að birta plötudóm um Poetic, en ég birti þennan dóm á síðunni minni: www.snergurogbergur.com.
Ég skrifaði þetta fyrir löngu síðan en ég veit meira um þetta núna:

Núna ætla ég að fræða ykkur um diskinn Makin moves með hinum íslensku Poetic Reflections. Diskurinn er gefinn út árið 2000 og eru 11 lög á honum. Eftir því sem ég best veit eru þeir tveir í bandinu, Dj Fingerprint sér um að klóra plötur og gera beatinn, svo er það Beatific sem sér um að rappa af snilli. Það eru gestir á plötunni og eru það þeir Mystic og Orion sem standa sig frábærlega og styrkja diskinn mikið. Diskurinn byrjar á Intro og síðan kemur lagið Opposites sem er fuckin brjálað, þar er Mystic með og er það bara fuckin crazy lag. Næst kemur Strictly Hardcore sem þeir Mystic og Orion eru með og eins og við má búast er þetta gott lag og geðveikt flæði, sem er reyndar í öllum lögunum. Þar á eftir kemur lagið Poetic Professionals sem er gott og þarf ekkert meira að segja um það. Næst kemur smá FLIP hjá Fingerprint þar sem hann mixar saman lögum og skrámar inná og kemur það geðveikt töff út og kallar hann það The freakin riot. Síðan er það titillag plötunnar sem stendur fyrir sínu, makin moves er svalt lag. Þar næst kemur Interlude sam er allt í lagi. Síðan kemur besta lag plötunnar að mínu mati og það er Poetic Reflections sem er bara fuckin crazy motherfuckin lag. Build with skills sem kemur næst er eins og við má búast öflugt og flott. Síðan kemur Mystic aftur inn í þetta í laginu Never fake the funk sem er rólegt og cool. Clutches heitir næsta lag sem er einskonar outro en samt ekki það er bara rólegt og þægilegt lag. Semsagt þá er fullt af fullt afgeðveikum lögum en ekkert lélegt lag, þetta er gott miðað við sinn fyrsta disk (held ég). Það er hægt að nálgast þetta meistaraverk í Brim og einhverjum búðum. Það er fuckin hægt að mæla með þessum disk, raunar ættu allir að eiga hann.

**** stjörnu