Hi Tek - Hi Teknology Þá er Hi-Tekinn kominn sjálfur með plötu, Hi Teknology sem kom út á Rawkus 8. maí. Ég er búinn að hlusta á flest öll lögin en hef þó ekki heyrt “Breakin´ Bread”, Where I´m From og Tony Guitar Watson.

1. Scratch Rappin
2. The Sun God - Common &
3. Get Back Pt.II - Featuring Talib Kweli & DCQ
4. Breakin' Bread - Featuring Donte, Main Flow, Brian Digby, Jr., And Crunch
5. All I Need Is You - Featuring Cormega & Jonell
6. Where I'm From - Jinx Da Juvy
7. Tony Guitar Watson
8. Round & Round - Featuring Jonell
9. Get Ta Steppin' - Featuring Mos Def & Vinia Mojica
10. Theme From Hi-Tek - Featuring Talib Kweli
11. L.T.A.H. - Featuring Slum Villiage
12. Suddenly - Featuring Donte Main Flow Of MOOD
13. The Illest It Gets - Featuring Buckshot
14. Hi-Teknology - Featuring Jonell

Hér er á ferðinni geðveik plata með sumum geðveikum lögum en þó eru veikir punktar. Það er þó skiljanlegt því hann er með svo marga gestarappara svo það varð að vera að einhver sem passar ekki við bítið eða eitthvað soleis. Ég persónulega fílaði ekki lögin sem Slum Village og Buckshot eru í. Svo er ég upp og niður með “All I Need Is You” með Cormega, of mikið thug shit fyrir mig, GEÐVEIK pródúsering samt og góð útfærsla. Common n n n n n n n n n….Commonnnnn….“Sun God” með Common og Vinia Mojica er geðveikt flott, enda verður það fyrsta smáskífan af plötunni ásamt “Get Back pt.II” með Talib. Mér finnst þó “Theme From Hi-Tek” betra, Talib geggjaður í því lagi. Svo í “Round And Round” fær Jonell að njóta sín til fulls, raddar eins og muthf****, ótrúlega flott og grúví. “Suddenly” er svo eitt af mínum uppáhöldum á plötunni, nýtt lag með Mood og ekkert síðra en það sem þeir hafa verið að gera hingað til. Til gamans má geta að Hi-Tek rappar svo sjálfur í Hi Teknology, svo kombakk eftir “Blast”.

Hi-Tek er einn best pródúser sem ég hef heyrt í og þetta sýnir vel burði hans í lagagerð en þó passa ekki allir rapparar yfir bít hjá honum. Persónulega finnst mér “Train of Thought” betri og heilsteyptari en þó er að finna sum af bestu lögum Hi-Tek á “Hi Teknology”. Flott plata.
jamms