Black Eyed Peas - Bridging The Gap Ok…..í fyrsta skipti sem ég hlustaði á þessa plötu fannst mér hún ekkert spes. Bara einhverjir gaurar sem ég hafði heyrt einhver nokkur nokkuð lúnkin góð lög með og var svo sem ekkert að pæla meira en það en fannst þó “Hot” og “Lil Lil” frekar kúl. Ég rétt renndi yfir hann en hlustaði bara á þessi tvö lög og fílaði þau nokkuð. Svo var ég eitt sinn að spila Zelda og gat ekki verið með hljóðið á því það var verið að læra við hliðina á mér og ekkert var tengi fyrir heyrnatól. Ég brá þá á það ráð að hlusta á geislaspilarann í staðinn og þá var Black Eyed Peas í spilaranum svo ég setti hann á og leyfði að rúlla. Premo alltaf kúl. Síðan þegar komið var inn í mitt lag númer þrjú, “Get Original”, var ég farinn að fíla vel það sem komið var, geggjað hljóðfæraspil, vel prógrammaðir taktar og mjög góðir textar. Þegar ég var búinn að hlusta á alla plötuna og leynilagið byrjaði var ég orðinn agndofa af góðri tónlist. GEÐVEIKT tight plata, vægast sagt. Algjörlega frumlegur og góður stíll. Öll lögin hljóma ótrúlega vel og aldrei dauður punktur. Þegar ég tjekkaði svo á hver gerði taktana, því ég hafði aldrei heyrt neitt þessu líkt, þá varð ég frekar undrandi þegar ég sá að ekki nóg með að þeir geri taktana heldur eru sama sem öll hljóðfæri sem notuð er í laginu spiluð, ekki sömpl. Þeir spila á flest hljóðfærin sjálfir og gera alla grunntaktana sjálfir. Þeir höfðu budget til að fá hvern sem er til að gera hvað sem er á plötunni en völdu samt að gera allt sjálfir fyrir utan fyrsta lagið “BEP Empire” sem premo pródúserar. En þeir gera svo lagið aftur og setja það sem leynilag og verð ég að segja að það er eitt feitasta lag sem ég hef heyrt. Miklu betra en premo útgáfan. Gestarapparar á plötunni eru Esthero(J5), De La Soul og Mos Def. Einnig synga Les Nubians í einu lagi. Wyclef spilar og co-pródúserar lagið “Rap Song”.

Black Eyed Peas fengu plötusamning án þess að vera búnir að “gera” eitt einasta lag. Þeir voru sérfræðingar í að rokka fólki þegar þeir voru á sviði og spiluðu á mörgum stöðum í L.A. NEMA hip hop klúbbum, einfaldlega vegna þess að það var ekki hægt að vera með live band á svoleiðis stöðum. Þeir njóta sín best á sviði og eru þá venjuleg með heila hljómsveit með sér til að útfæra lögin. Ég sá upptöku þar sem þeir voru að taka “Tell your mama come” og ég verða að segja að þar var frekar góð sviðsframkoma. Sveitina skipa aðalpródúserinn Will.I.Am frá Bandaríkjunum, Apl.De.Ap frá Filipseyjum og Taboo frá Bandaríkjunum, hann er indíáni. Ekki eins og það komi málinu við en það sýnir fjölbreytnina. Mestu áhrifavaldar eru Portishead, Roni Size, Sterio Lab, De La Soul, Digable Planets og A Tribe Called Quest. Hlaupa, kaupa og hlusta núna !!!!!!!!!!

Snilldarplata með öllu elementum sem þarf til að gera heilsteypta plötu og VIRKILEGA VEL GERÐ í alla staði. Litlir effectar allstaðar og fleira sem gerir flæðið á plötunni ótrúlegt. Mæli með að þið hlutið frá lagi 2 til að fá það besta hip hop tripp í langan tíma. Snilld.

- mat
jamms