St.Germain-Tourist 9/10 St.Germain-Tourist

Þessa plötu verð ég að setja hérna inn þrátt fyrir að ekkert sé rappað á henni, en þó er þetta hiphop (bara án rappsins, hey… ég meina Herbaliser!!!).
Þvílíka Schnilldin sem þessi diskur er, enda hafa þeir kumpánar í Blue Note Records ekki verið vanir því að gefa út neitt lélegt efni (allavega ekki hingað til) og er ekki nein breyting hér á.
Þetta er þriðji diskur frakkans St.Germain öðru nafni Ludovic Navarre (áður gaf hann út Boulevard og St.Germain), en honum til hjálpar eru 6 aðrir tónlistarmenn, þeir Pascal Ohse (trompet), Edouard Labor (saxafónn og þverflauta), Alexandre Destrez (hljómborð), Idrissa Diop (Trommur), Carneiro (ásláttarhljóðfæri) og Claudio De Qeiraz (Barýtón Saxafónn).
Hverjir vita ekki hvaða lag Rose Rouge er? þar sem Marlena Shaw syngur svo ljúft undir (þú nokkuð mikil stæling af Tracy Chapman), en það lag er búið að vera í stanslausri spilun á útvarpsstöðvum landsins jafnfram því að vera fyrsta smáskífa plötunnar.
Skilgreiningin á þessari plötu er fönkuð jazzplata með smá latin groove límdu á, en þó flokkast hún undir HipHop/danstónlist enda brilliant klúbbadæmi þrátt fyrir að vera mjög soft.
Þetta er ekki “sellout” plata enda heyrir maður það á uppbygginguni á plötunni. Hún er ekki ketsjí ass hell þó að hún sé góð, en hún venst svívirðilega vel.
Í raun er ekki hægt að segja mikið meira um þessa plötu nema þá að bara endilega hlustið á þessa plötu, hún er þess virði, jafnt sem fyrir HipHop fíkla sem aðra.

9* af 10

-grín-
Fighting for peace is like Fucking for virginity, just plain stupid